

Vofir yfir vetur þungur,
víða er kalt í desember.
Grátin kona og gumi ungur
geta hvergi yljað sér.
Lýsir tunglsins ljósið skært -
lítil börn í hlýju dreyma.
Sumir aldrei sofa vært -
sumir eiga hvergi heima.
Dátt er sungið lag með ljóði,
ljóssins hátíð er við völd.
Mæðgin þegja þunnu hljóði.
Það er aðfangadagskvöld.
Góðu börnin gjafir fá;
Gítar! En sá sældarfengur!
Fátæk móðir ekkert á,
í örmum hennar kaldur drengur.
Fimbulkuldi, frostið meiðir
föla móður, lítið skinn.
Blíður maður barn sitt leiðir:
„Má bjóða ykkur tveimur inn?\"
Inni í hlýju ylja sér -
ást er til í þessu landi.
„Elsku vinur, þakka þér.
Þetta er sannur jólaandi.\"
víða er kalt í desember.
Grátin kona og gumi ungur
geta hvergi yljað sér.
Lýsir tunglsins ljósið skært -
lítil börn í hlýju dreyma.
Sumir aldrei sofa vært -
sumir eiga hvergi heima.
Dátt er sungið lag með ljóði,
ljóssins hátíð er við völd.
Mæðgin þegja þunnu hljóði.
Það er aðfangadagskvöld.
Góðu börnin gjafir fá;
Gítar! En sá sældarfengur!
Fátæk móðir ekkert á,
í örmum hennar kaldur drengur.
Fimbulkuldi, frostið meiðir
föla móður, lítið skinn.
Blíður maður barn sitt leiðir:
„Má bjóða ykkur tveimur inn?\"
Inni í hlýju ylja sér -
ást er til í þessu landi.
„Elsku vinur, þakka þér.
Þetta er sannur jólaandi.\"
des. '07