Prófaljóð
Neminn skelfur, nálgast próf.
Nú er vandi á höndum.
Sjúkur hiti, svitakóf
Senn fer allt úr böndum.
Próflestur er strembið starf
sem Steindór þarf að drýgja.
Orkudrykki þamba þarf,
þreytu til að flýja.
Valda próf og vanlíðan,
verst eru íslensk fræði.
Lítið er ei lagt á mann -
logandi brjálæði.
Seint ég kemst á skýrlegt skrið,
skortir allan vilja.
Bækur sem mér býður við
berst ég við að skilja.
Sársauka í brjósti ber
berst ég fyrir næði.
Langtum meir þó leiðist mér
lífræn efnafræði.
Nú er vandi á höndum.
Sjúkur hiti, svitakóf
Senn fer allt úr böndum.
Próflestur er strembið starf
sem Steindór þarf að drýgja.
Orkudrykki þamba þarf,
þreytu til að flýja.
Valda próf og vanlíðan,
verst eru íslensk fræði.
Lítið er ei lagt á mann -
logandi brjálæði.
Seint ég kemst á skýrlegt skrið,
skortir allan vilja.
Bækur sem mér býður við
berst ég við að skilja.
Sársauka í brjósti ber
berst ég fyrir næði.
Langtum meir þó leiðist mér
lífræn efnafræði.
Ort um próftökur í Menntaskólanum á árunum 2005-6.