Hún grætur
Tágrönn og horuð
situr og grætur
veit ekki hvert hún stefnir
né hvar hún mun enda

Situr ein, hugsandi um lífið
reynir að bæta sig
en getur það ekki
föst í eigin kvölum

Hægt og bítandi
verður hún að beini
reynir að bæta sig
áður en það er of seint

Því dagurinn í dag gæti verið

Sá seinasti
 
Baj
1982 - ...


Ljóð eftir Baj

Nætursól
Tíminn
Kallið
Hún grætur
Vörutalning
Lítill fugl
Hyldýpi
Nafnleysa
Kraftur ástarinnar
Hvarf
Klósettskálin
1995
Þessi tilfinning