Kári
            
        
    ég sá ögrandi glottið
rétt áður en hann sveiflaði sér yfir girðinguna
með hattinn minn
eins og vel þjálfaður sirkusmaður
stóð hann kyrr í loftinu
eitt andartak
leit við
og lyfti hattbarðinu
í kveðjuskyni
    
     
rétt áður en hann sveiflaði sér yfir girðinguna
með hattinn minn
eins og vel þjálfaður sirkusmaður
stóð hann kyrr í loftinu
eitt andartak
leit við
og lyfti hattbarðinu
í kveðjuskyni
    31. desember 2007
allur réttur áskilinn höfundi
allur réttur áskilinn höfundi

