

Komum veislu kátri á fót,
kætumst, höfum gaman.
Í Úthlíðinni um áramót
ættin safnast saman.
Mörgum byrgir bjórinn sýn.
Blikar ölsins gára.
Margir drekka mikið vín
á mótum tveggja ára.
Gerum okkur glaðan dag
á gamlárs léttum kveldum.
Skaupið kemur skapi í lag,
svo skotið er upp eldum.
Gulur, rauður, grænn og blár
gerist himinn nátta.
Mót oss tekur tignarár;
2008.
Flestir fara að sofa seint,
þó sofa vært og dreyma.
Sumir hafa heitin strengt
sem hefðin er að gleyma.
kætumst, höfum gaman.
Í Úthlíðinni um áramót
ættin safnast saman.
Mörgum byrgir bjórinn sýn.
Blikar ölsins gára.
Margir drekka mikið vín
á mótum tveggja ára.
Gerum okkur glaðan dag
á gamlárs léttum kveldum.
Skaupið kemur skapi í lag,
svo skotið er upp eldum.
Gulur, rauður, grænn og blár
gerist himinn nátta.
Mót oss tekur tignarár;
2008.
Flestir fara að sofa seint,
þó sofa vært og dreyma.
Sumir hafa heitin strengt
sem hefðin er að gleyma.
des. 07
Fjölskyldan kom saman í sumarhúsi í Úthlíð um nýafstaðin áramót til fagnaðar. Af tilefninu voru vísurnar ortar.
Fjölskyldan kom saman í sumarhúsi í Úthlíð um nýafstaðin áramót til fagnaðar. Af tilefninu voru vísurnar ortar.