Mannbrot
Tístrar þarna titrandi mús,
teikna ég nú stökkvandi lús.
Hendi til hennar stórri krús,
þarna er mín litla bygging.

Hoppa ég ofan á fagran hest,
heiðin er rofin af stórri lest.
Puttinn minn hann pínandi sest,
hitti ég nú gamlan mann sem að predikar fyrir fólki um trúarmálefni.

Dauðinn er sá sem drýgir hór,
dansar þar heimskur og mjór.
Brosandi fallegi beiski sjór,
sýp ég nú á mínum drykk sem er gulgrænn á litinn og gerir mann kærulausann og graðann og hættulegan undir stýri og maður vaknar daginn eftir með hausverk.

Logar þarna bjart ljós,
líkt og ryðgað brennandi fjós.
Rennur og rofnar springandi dós,
uppsprettur falleg blóm sem eru tákn fyrir ást og er með vellyktandi rauðum blöðum á toppnum, grænum hörðum stöngli, grænum laufum og svona þyrnum sem stinga mann ef maður passar sig ekki.  
Sigurður Þórir Ámundason
1986 - ...


Ljóð eftir Sigurð Þóri Ámundason

Brúnkan, rauðkan og ljóskan
Enginn og haltu kjafti
Amma sem kenndi mér karate
Mannbrot
Tveir tómatar
O.s.frv.
Ekki fyrir byrjendur
Langt frá eilífðinni
Ég græt þegar ég er nakin.
Bardaginn mikli
Ég vildi að ég væri með penna
Því
Stafsetningaprófið
Framvegis
Maðurinn smali
Rödd hennar í útvarpinu
Flugeldar
Dansaðu við vindinn
Kisi sagði voff
Sígarettur
Titill, texti og sýnishorn.
Þangað er ég núna
Mannbrot: Fyrri hluti
Skyndilega þriðjudagur
Bart Simpson og Örninn sem lærði að fljúga
Ritstífla
Snake Cool
Maðurinn sem talaði með augunum
Manstu!
Loftbelgurinn hringlótti
Kaos
Belsebúb
Downs-heilkenni
Við öskrum öll
Tvo
Papalangi
Sögnin að missa