Maðurinn sem talaði með augunum
Maðurinn sem talaði með augunum laug. Maðurinn sem talaði með augunum var með óhemju líkur manninum sem heyrði með eyrunum. Maðurinn sem talaði með augunum þorði ekki að opna munninn. Hræddur við orð annarra, hann þorði ekki að tala. Tjáði sig með hreyfingum en aldrei hljóðum. Dó á hnjánum þorði ekki að standa. Hrekkjusvín. Valdi augu í staðinn fyrir orð. Japan í stað Kína. Kung fu í stað Karate. Yatsi í stað Bingó. Allt á röngum tíma. Maðurinn sem talaði með augunum gerði fangelsi úr öllu, breytti víni í vatn. Elti fólk sem snéri bak í sig, maðurinn sem talaði með augunum grét á meðan enginn sá. Einu orð augna hans sem einhverju máli skipti.  
Sigurður Þórir Ámundason
1986 - ...


Ljóð eftir Sigurð Þóri Ámundason

Brúnkan, rauðkan og ljóskan
Enginn og haltu kjafti
Amma sem kenndi mér karate
Mannbrot
Tveir tómatar
O.s.frv.
Ekki fyrir byrjendur
Langt frá eilífðinni
Ég græt þegar ég er nakin.
Bardaginn mikli
Ég vildi að ég væri með penna
Því
Stafsetningaprófið
Framvegis
Maðurinn smali
Rödd hennar í útvarpinu
Flugeldar
Dansaðu við vindinn
Kisi sagði voff
Sígarettur
Titill, texti og sýnishorn.
Þangað er ég núna
Mannbrot: Fyrri hluti
Skyndilega þriðjudagur
Bart Simpson og Örninn sem lærði að fljúga
Ritstífla
Snake Cool
Maðurinn sem talaði með augunum
Manstu!
Loftbelgurinn hringlótti
Kaos
Belsebúb
Downs-heilkenni
Við öskrum öll
Tvo
Papalangi
Sögnin að missa