Titill, texti og sýnishorn.
Sofandi fer ég að vakna, geng niður götuna. Þarna er máninn og hér er hálfkaka sem liggur í þakrennuni. Leyfðu þér nú að losa þig við hlekkina og komdu hingað og grafðu holu í snjóinn þar sem fuglarnir dirfast ekki að hvíla sig undir.

Finnst þér það vera óviðeigandi að vera viðeigandi á óviðeigandi viðfangsefnum sem eiga ekki hús að verja. Rautt kornfés sem angrar mig í sífellu og reynir að jafna um leikinn sem ég tók aldrei þátt í. Marsipansulta. Afgangar frá kvöldinu áður eru að ganga af borðinu og sleikja á mér sköflunginn með öllu þeirra afli á meðan gamla konan sem situr á móti mér starir á mig eins og það sé mér að kenna en ekki hennar eldamennsku sem bragðaðist vel í gær en í dag bragðar það á mér.

Fyrirtakshyggja.

Kristall getur þú nú fengið í flösku en fyrir þúsund árum tók það mig þrjá putta og hálfan fótlegg og tvo vini að klifra yfir svörtu flottu fjöllin til að finna þessa sjaldgæfu skínandi apparöt.

Fljótleikinn þinn gerir lítið úr mér. Vertu ekki að stíga niður fætur þínar svo að ég skilji og vertu ekki að nudda á þér andlitið þegar ég fer í taugarnar á þér, þú ert ekki köttur þótt þú sért sæt og kynæsandi og mjálmar í ástarlotum. Og segðu þeim að hætta að gelta þeir eru ekki hundar og ég er ekki dýr, ég óttast ykkur ekki en þið virðist ótta mig. Klósettkrem mundi aldrei seljast. Lykillin að velgengni er. Finnst þér gaman að segja til um ákveðin lífform? Skrans? Hvernig stöðva ég í miðjum kliðum án þess að lemja og nauðga, berja og særa, stinga og bíta, rífa og éta? Poppkornsætan þín, éttu maís og finndu upprunan þar sem ræturnar liggja og lifna við hverja snertingu sem lyktar eins og gull í samanburði við skítinn þinn sem þú sturtar aldrei niður.

Framtíðaráform og þessvegna. Sá gamli hundur.

Getur þú tekið fyrir mig? Stöðumælavörðurinn sem mældi stöðugt verðina? Umfjöllun (valfrjálst):
Titill, texti og sýnishorn.  
Sigurður Þórir Ámundason
1986 - ...


Ljóð eftir Sigurð Þóri Ámundason

Brúnkan, rauðkan og ljóskan
Enginn og haltu kjafti
Amma sem kenndi mér karate
Mannbrot
Tveir tómatar
O.s.frv.
Ekki fyrir byrjendur
Langt frá eilífðinni
Ég græt þegar ég er nakin.
Bardaginn mikli
Ég vildi að ég væri með penna
Því
Stafsetningaprófið
Framvegis
Maðurinn smali
Rödd hennar í útvarpinu
Flugeldar
Dansaðu við vindinn
Kisi sagði voff
Sígarettur
Titill, texti og sýnishorn.
Þangað er ég núna
Mannbrot: Fyrri hluti
Skyndilega þriðjudagur
Bart Simpson og Örninn sem lærði að fljúga
Ritstífla
Snake Cool
Maðurinn sem talaði með augunum
Manstu!
Loftbelgurinn hringlótti
Kaos
Belsebúb
Downs-heilkenni
Við öskrum öll
Tvo
Papalangi
Sögnin að missa