Þangað er ég núna
-Sæll og blessaður, hvað ert þú búinn að vera að gera?
-Blessaður og sæll og takk fyrir að taka á móti mér hér á þessu fallega kaffihúsi. Ég var hér að ganga. Ég sá konu í grænum sumarkjól, hún var í þröngum litlum svörtum buxum undir og í skóm. Hún var með sólgleraugu. Svo gekk ég áfram og kom að horni, ég beygði fyrir hornið og við mér reis önnur gata, en malbik hennar var grátt. En gatan sem ég var á áður en ég beygði fyrir hornið var einnig með grátt malbik. Síðan sá ég bíl, man ekki litinn á honum. Ég leit upp í himininn sem var nokkur fagur, smá ský en að mestu leyti var hann blár og það var sól þarna sem skein. Loksins sá ég hurðarhún þegar ég leit niður, en það var hurðarhúnninn að þessu yndislega kaffhúsi. Ég gekk inn og sá gamlan vin minn, sem ert þú, og mikið hefur honum batnað. En þú? Hvað ert þú búinn að vera að gera?
-Ég fór í tívólí.  
Sigurður Þórir Ámundason
1986 - ...


Ljóð eftir Sigurð Þóri Ámundason

Brúnkan, rauðkan og ljóskan
Enginn og haltu kjafti
Amma sem kenndi mér karate
Mannbrot
Tveir tómatar
O.s.frv.
Ekki fyrir byrjendur
Langt frá eilífðinni
Ég græt þegar ég er nakin.
Bardaginn mikli
Ég vildi að ég væri með penna
Því
Stafsetningaprófið
Framvegis
Maðurinn smali
Rödd hennar í útvarpinu
Flugeldar
Dansaðu við vindinn
Kisi sagði voff
Sígarettur
Titill, texti og sýnishorn.
Þangað er ég núna
Mannbrot: Fyrri hluti
Skyndilega þriðjudagur
Bart Simpson og Örninn sem lærði að fljúga
Ritstífla
Snake Cool
Maðurinn sem talaði með augunum
Manstu!
Loftbelgurinn hringlótti
Kaos
Belsebúb
Downs-heilkenni
Við öskrum öll
Tvo
Papalangi
Sögnin að missa