Á afmælisdegi föður míns
Enga á hann illsku til,
öllum er hann velviljaður
Hann er orðinn hér um bil
hálfrar aldar gamall maður.
Þótt hafir margt að minnast á
og marga klifið djúpa gjána
Þá eru hárin furðufá
sem farin eru að visna og grána.
Aldrei hafa hríð né él
hendur þínar fjötrum bundið.
Ævi lýsa einkar vel
internetið, svo og sundið.
Á botninn er nú öllu hvolft
og eru mínar niðurstöður
að efst í huga er mér stolt.
Enginn á sér betri föður.
öllum er hann velviljaður
Hann er orðinn hér um bil
hálfrar aldar gamall maður.
Þótt hafir margt að minnast á
og marga klifið djúpa gjána
Þá eru hárin furðufá
sem farin eru að visna og grána.
Aldrei hafa hríð né él
hendur þínar fjötrum bundið.
Ævi lýsa einkar vel
internetið, svo og sundið.
Á botninn er nú öllu hvolft
og eru mínar niðurstöður
að efst í huga er mér stolt.
Enginn á sér betri föður.
Ort á 49 ára afmælisdegi föður míns, Jens Péturs Jensen, þann 10. janúar 2008.