Til dýrðlegrar stúlku
Fyrir þig ég fremja myndi glæpi
ef fengi ég að dvelja æ hjá þér.
Án þín get ég ei mér hugsað lífið,
því ást til þín ég sanna í brjósti ber.
Þú minnir mig á fagran svan sem syngur
af sannri gleði um ævintýrin sín.
Ég elska þig af öllu mínu hjarta
og óska að þú verðir ávallt mín.
Ég hreifst af þér um leið og okkar leiðir
lágu saman þetta sumarkvöld.
Nú engum dylst að dýrðleg stúlka hefur
að dyrum minnar ástar lyklavöld.
Til framtíðar ég fært mér sé að horfa.
Þar farsæld ríkir - á því hef ég trú.
Því eitt ég veit, að einskis þarf að kvíða
ef einhvers staðar hjá mér verður þú.
ef fengi ég að dvelja æ hjá þér.
Án þín get ég ei mér hugsað lífið,
því ást til þín ég sanna í brjósti ber.
Þú minnir mig á fagran svan sem syngur
af sannri gleði um ævintýrin sín.
Ég elska þig af öllu mínu hjarta
og óska að þú verðir ávallt mín.
Ég hreifst af þér um leið og okkar leiðir
lágu saman þetta sumarkvöld.
Nú engum dylst að dýrðleg stúlka hefur
að dyrum minnar ástar lyklavöld.
Til framtíðar ég fært mér sé að horfa.
Þar farsæld ríkir - á því hef ég trú.
Því eitt ég veit, að einskis þarf að kvíða
ef einhvers staðar hjá mér verður þú.
jan. '08