

Fiðrildi bleikvængja,
fljúgðu af blómi,
sestu á þá hönd,
er þú hittir hvítasta.
- - -
Spyrja mun hún þig
mjúkri röddu:
Kemur þú að utan
úr köldu regni?
Horfið er glit þitt,
gullinflögra,
og silfurhreistrið þitt
sumarfagra.
Svara þú fiðrildi,
og til flugs þér lyftu:
Kem ég ei að utan
úr köldu regni,
en áðan hvíldist ég
á ungu blómi
í hönd þess,
er þú heitast unnir.
fljúgðu af blómi,
sestu á þá hönd,
er þú hittir hvítasta.
- - -
Spyrja mun hún þig
mjúkri röddu:
Kemur þú að utan
úr köldu regni?
Horfið er glit þitt,
gullinflögra,
og silfurhreistrið þitt
sumarfagra.
Svara þú fiðrildi,
og til flugs þér lyftu:
Kem ég ei að utan
úr köldu regni,
en áðan hvíldist ég
á ungu blómi
í hönd þess,
er þú heitast unnir.