Tárið
Fiðrildi bleikvængja,
fljúgðu af blómi,
sestu á þá hönd,
er þú hittir hvítasta.

- - -

Spyrja mun hún þig
mjúkri röddu:
Kemur þú að utan
úr köldu regni?
Horfið er glit þitt,
gullinflögra,
og silfurhreistrið þitt
sumarfagra.

Svara þú fiðrildi,
og til flugs þér lyftu:
Kem ég ei að utan
úr köldu regni,
en áðan hvíldist ég
á ungu blómi
í hönd þess,
er þú heitast unnir.  
Jóhann Sigurjónsson
1880 - 1919


Ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson

Ég sótti upp til fjallanna
Tárið
Jónas Hallgrímsson
Væri ég aðeins einn af þessum fáu
Fyrir utan glugga vinar míns
Heimþrá
Haustfífillinn
Viltu fá minn vin að sjá?
Sofðu, unga ástin mín
Bikarinn
Sorg