Ég sótti upp til fjallanna
Ég sótti upp til fjallanna um sumarbjarta nótt. -
Sólin gleymdi dagsins háttatíma. -
Ég efni heitið, vina mín, hið dýra djásn skal sótt.
Í dimmum helli verður risaglíma.
Hæ, hó!
Ég er á nýjum sokkum og ég er á nýjum skóm.
Í öllum heimi er enginn, sem ég hræðist.  
Jóhann Sigurjónsson
1880 - 1919


Ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson

Ég sótti upp til fjallanna
Tárið
Jónas Hallgrímsson
Væri ég aðeins einn af þessum fáu
Fyrir utan glugga vinar míns
Heimþrá
Haustfífillinn
Viltu fá minn vin að sjá?
Sofðu, unga ástin mín
Bikarinn
Sorg