Símasölumaðurinn
I
Vinur minn, hann starfar - sem símasölumaður
og selur gsm- og nettengingar lon og don.
Hann reynir hvað hann getur - og brögðum beitir glaður
og boðar þeim sem svara - tilboðsgróðavon.

Þannig vill að starf hans gengur stundum vonum framar
og stórar sölur koma inn á sölustjórans borð.
En oft vefst honum tungan - um tennur, svo hann stamar
og tíðum notar skelfilega frasa og vitlaus orð.

Hann gáskafullur hringir - og góða kvöldið býður.
\"Er gemsareikningurinn hjá þér ekki allt of hár?\"
En harla fár ef nokkur - er neitt samvinnuþýður.
\"Ég nenni ekki að skipta um símafyrirtæki í ár.\"

II
Hann hringir, hann hringir
en er hunsaður af öllum.
Það sinnir enginn sjálfviljugur
sölumannsins köllum.

Hann reynir, hann reynir
uns raddböndin bresta.
Svona tekst jú sumum
sölurnar að festa.

III
Stundum veitir starf sem þetta gleði,
þótt stöku maður kunni
að glata sínu geði.

Eitt er það sem þykir mörgum sannað:
Það sem mönnum leyfist hér
er öllum öðrum bannað.

En þetta er jú bara starf
eins og hvað annað.  
Steindór Dan
1987 - ...
feb. '08


Ljóð eftir Steindór Dan

Ástarljóð
Andi jólanna
Prófaljóð
Á mótum tveggja ára
Á afmælisdegi föður míns
Gömlu skáldin
Vinaminni
Þegar ellin færist yfir
Vinarmissir
Til dýrðlegrar stúlku
Vitleysingarnir
Tíminn læknar öll sár
Við Ölfusfljót
Skáldið sem hætti að yrkja
Rammgerður miðbæjarróni
Símasölumaðurinn
Íslenskir málshættir og orðtök
Þú kveiktir ást í hjarta mér
Níði snúið á íslenskt veður
Á afmælisdegi móður minnar
Ljúfsár ljóð
Eitt sinn var löglegt að drepa
Kind
Tveggja manna tal
Leikfimitími í Menntaskólanum
Sendiför
Sumarferðir
Lampalimra
Bjartasta ljósið
Á Þjóðarbókhlöðunni
Lestur undir próf í heimspeki
Misheppnað ástarkvæði
Atómljóðin
Þjóðaréttur
Jenni ríki
Þór
Vörðurinn
Ástfangið hjarta
Kveðja til Eskifjarðar
Hjólabrettavillingurinn Ólafur
Sumarlok
Árstíðaskipti
Vetrargrýla
Golfheilræði
Martröð
Evrópuréttur
Sumarstúlkan
Noregur vs. Ísland, sept 2008
Í varðhaldi jarðar
Gullbrúðkaup ömmu og afa
Hvers virði?
Best er að blunda á daginn
níþ nÁ
Bráðum
Besta ljóð í heimi
Heilræði
Ástarsonnetta
Atómljóð
Úti frýs
Til hamingju með daginn!
Parið eftir dansnámskeiðið
Náðargáfan
Minning
Til eru hús -
Menntaskólinn í Reykjavík
Michael Jackson