Ég spila á flautu
Það má vera að tott séu fjötrar og að sá
sem oft hvílir á hnjám sér við verknaðinn
sé þræll eða ambátt
og þiggjandi svipumeistari hálsvöðva hans

Sá sem sýgur hefur oftar
en ekki fullan munn
af tönnum sem flestir vita
að geta orðið (eftir atvikum og lífshlaupi)
ansi beittar

Má vera að ég vefji vindla
-eins og tekið er til orða
Og sömuleiðis spili á flautu
en sama hvað þá getur verið
að eina skýringin sé
sjávarloftið: að það auki löngunina eftir salti
uppí mig og yfir

Sá sem drekkur úr rauðu ánni
fer með hjörtu á flötum eldi
til himna og síðan dregur maginn þau til baka
Það er lýrík
en hefur svo lítið að gera með augu

Hitt er snúnara og gerist aðeins svo best verði
í upplýstu rými

Ég veit bara um einn
sem ég mundi spila fyrir
á flautu


 
Stína Eydalín
1988 - ...


Ljóð eftir Stínu Eydalín

Ryksuga og rúsínur
Það sem ekki má
Víðidalurinn
Ísland í dag og í gær og á morgun og hinn
Þannig er dauðinn
Þá vildi ég þig núna (en í dag vil ég þig dauðan)
Þegar litirnir fara að hverfa úr heilanum
Maurinn sem varð að veggjatítlu
Það skiptir máli hvort sólin kemur að innan eða að utan
Ég spila á flautu