Á afmælisdegi móður minnar
Nú skálum við og syngjum okkar allra besta lag
og óma látum gleði um dal og engi.
Því afmæli á mamma, hún María í dag
og má því fagna ærlega og lengi.
---
Þú gafst mér sál, þú gafst mér líf og lyndi.
Þú gafst mér einn og annan lítinn bróður.
Þú gafst mér hlýju og umhyggju og yndi.
Enginn gæti eignast betri móður.
Þú stundum mína léttir lund með sögum
og lagðir síðan aftur gluggatjöldin.
Þú gafst mér skál af skyri á mánudögum
og skondnar bækur last mér oft á kvöldin.
Ef gatan sýndist grá í vitund minni
og gangan þung og allir vegir skakkir,
þú skenktir mér af kærleikskönnu þinni.
Ég kann þér mínar allra bestu þakkir.
og óma látum gleði um dal og engi.
Því afmæli á mamma, hún María í dag
og má því fagna ærlega og lengi.
---
Þú gafst mér sál, þú gafst mér líf og lyndi.
Þú gafst mér einn og annan lítinn bróður.
Þú gafst mér hlýju og umhyggju og yndi.
Enginn gæti eignast betri móður.
Þú stundum mína léttir lund með sögum
og lagðir síðan aftur gluggatjöldin.
Þú gafst mér skál af skyri á mánudögum
og skondnar bækur last mér oft á kvöldin.
Ef gatan sýndist grá í vitund minni
og gangan þung og allir vegir skakkir,
þú skenktir mér af kærleikskönnu þinni.
Ég kann þér mínar allra bestu þakkir.
mars '08