

einhver spenna undir niðri
einhver titringur
svo áþreifanlegur
en þó ég sé í lokuðum skóm á Austurvelli
með trefilinn tvívafinn um hálsinn
eru gráðurnar svo svífandi
svona um og yfir
fimm
á celsíus
og sólin glottir
af því öll þessi spenna
hefur ekki vott af grænum lit
og engir krókusar láta á sér kræla
enda ótímabært
þetta íslenska vor
einhver titringur
svo áþreifanlegur
en þó ég sé í lokuðum skóm á Austurvelli
með trefilinn tvívafinn um hálsinn
eru gráðurnar svo svífandi
svona um og yfir
fimm
á celsíus
og sólin glottir
af því öll þessi spenna
hefur ekki vott af grænum lit
og engir krókusar láta á sér kræla
enda ótímabært
þetta íslenska vor
mars 2008
allur réttur áskilinn höfundi
allur réttur áskilinn höfundi