Vorboði
Í dag er hafið lygnt
og sólin skín
á skipin
er halda út á mið
og um mig
fer tilfinning
að nú sé vor
hlé frá vetri
með veður vond
og bráðum komi sumar
með sínar björtu nætur
og gefi mér
í hjarta frið.
Vorboði