Mannleg
Einsog síðasta laufblaðið
sem heldur dauðataki í lífið
mun ég halda í þig
-í okkur

Einsog sterkt bjargið
sem berst við sæinn
mun ég vera traust
-sem steinn

Einsog auðtrúa sál
Sem bíður himnaríkis
Mun ég bíða þín
-dag og nótt

Einsog heimskur hundur
sem eltir næsta rass
Mun ég halda áfram
-einsog allir  
HildurJ
1990 - ...


Ljóð eftir Hildi

Vinur
Sólskinsdagur
Eftirsjá
Ástarfár
Mannleg
Eins og
Litla krónan
Ein
Hvaða rugl er þetta?
'Jarðaberja-vellirnir að eilífu' geta ekki bjargað okkur.
Ein fluga
Ástarfár
Myspace
Nútímaást
Niðurdrepandi