Eftirsjá
Ég hefði átt að segja þér frá öllu því góða í fari þínu
Og hætt að minnast alltaf á gallana
-nú ertu gallalaus

Ég hefði átt að segja þér hvað ég unni þér og að ég meinti ekki þetta ljóta sem ég sagði
-en núna er það aðeins of seint

Ég hefði átt að segja þér að þú varst ekki ómögulegur, drungalegur og leiðinlegur, þú varst allger engill
-eða það ertu allavega núna
 
HildurJ
1990 - ...


Ljóð eftir Hildi

Vinur
Sólskinsdagur
Eftirsjá
Ástarfár
Mannleg
Eins og
Litla krónan
Ein
Hvaða rugl er þetta?
'Jarðaberja-vellirnir að eilífu' geta ekki bjargað okkur.
Ein fluga
Ástarfár
Myspace
Nútímaást
Niðurdrepandi