'Jarðaberja-vellirnir að eilífu' geta ekki bjargað okkur.
Svo nálægt, sama hversu langt í burtu

Við erum púsluspilið
Sem eitt augnablik
Small saman

Nógu lengi
Til að það væri hættulegt

Þegar örlögin
Rykktu mér tilbaka
Varð hlutur af mér eftir
Fastur hjá þér

Þú mátt eiga hann
Til minningar
Um þig og mig
Um sólríka daga í sér heimi
Til minningar um
Þegar þig langaði að eyðileggja
Eitthvað fallegt
Og tókst það

Til minningar um okkur
Sem verðum aldrei við aftur.  
HildurJ
1990 - ...


Ljóð eftir Hildi

Vinur
Sólskinsdagur
Eftirsjá
Ástarfár
Mannleg
Eins og
Litla krónan
Ein
Hvaða rugl er þetta?
'Jarðaberja-vellirnir að eilífu' geta ekki bjargað okkur.
Ein fluga
Ástarfár
Myspace
Nútímaást
Niðurdrepandi