Eins og
Eins og þegar fuglarnir fljúga til heitari landa
Þegar veturinn kemur og kólna fer
Þá hverfur þú við minnsta vott af vanda
Flýgur í burtu frá mér
-og eftir sit ég ein

Eins og þegar dagurinn víkur fyrir nóttinni
Og sólin fyrir mánanum
Þá vík ég fyrir þér
Svo þú komist framhjá mér
-haldir áfram

Og eins og öll él styttir upp um síðir
Því ekkert varir að eilífu
Þá mun ég standa upp
Og halda áfram
-án þín
 
HildurJ
1990 - ...


Ljóð eftir Hildi

Vinur
Sólskinsdagur
Eftirsjá
Ástarfár
Mannleg
Eins og
Litla krónan
Ein
Hvaða rugl er þetta?
'Jarðaberja-vellirnir að eilífu' geta ekki bjargað okkur.
Ein fluga
Ástarfár
Myspace
Nútímaást
Niðurdrepandi