

Eins og þegar fuglarnir fljúga til heitari landa
Þegar veturinn kemur og kólna fer
Þá hverfur þú við minnsta vott af vanda
Flýgur í burtu frá mér
-og eftir sit ég ein
Eins og þegar dagurinn víkur fyrir nóttinni
Og sólin fyrir mánanum
Þá vík ég fyrir þér
Svo þú komist framhjá mér
-haldir áfram
Og eins og öll él styttir upp um síðir
Því ekkert varir að eilífu
Þá mun ég standa upp
Og halda áfram
-án þín
Þegar veturinn kemur og kólna fer
Þá hverfur þú við minnsta vott af vanda
Flýgur í burtu frá mér
-og eftir sit ég ein
Eins og þegar dagurinn víkur fyrir nóttinni
Og sólin fyrir mánanum
Þá vík ég fyrir þér
Svo þú komist framhjá mér
-haldir áfram
Og eins og öll él styttir upp um síðir
Því ekkert varir að eilífu
Þá mun ég standa upp
Og halda áfram
-án þín