Ef bara
Ef þú bara vissir,
hve vænt mér þykir um þig.
Ef þú bara vissir,
hvað þú gætir fengið.

Ef þú bara gæfir,
mér aðeins meira af þér.
Ef þú bara gæfir,
mér eitt stutt augnablik.

Ef þú bara myndir,
hlusta á mitt hjarta.
Ef þú bara myndir,
sjá allt það bjarta.

Ef þú bara sæir,
það sem ég er að stafa.
Ef þú bara sæir,
sólina rísa í nánd.

Ef þú bara vildir,
Opna á þér augun.
Ef þú bara vildir,
bara vildir sjá.

Ef þú bara, ef þú bara myndir horfa.
Þá þyrfti ég ekki að ef-ast neitt meir.
 
Kolbrún Gunnarsdóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu

Chicos y Chicas
Ef bara
Kraftaverkið
Reyndu aftur
Enn og aftur
Annar slæmur dagur
Ástin eins og hún er
Minningar
Söknuður og tár
Haustlauf