Ástin eins og hún er
Ég kalla á þig en þú ekki heyrir.
Þú lítur á mig en ekki mig sérð.
Ég snerti þig en þú finnur ei.

Ég brenn af þrá,
Þrái að finna hönd þína við kinn mína,
Varir þínar við varir mínar,
En það gerist ekki.

Ástin er blind en hatrið enn blindara.
Verst að ég get ekki hatað.....
Ekki þig.
 
Kolbrún Gunnarsdóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu

Chicos y Chicas
Ef bara
Kraftaverkið
Reyndu aftur
Enn og aftur
Annar slæmur dagur
Ástin eins og hún er
Minningar
Söknuður og tár
Haustlauf