Kraftaverkið
Vinátta er seint talinn slæmur hlutur.
Þegar að hitti ég þig fyrst
tók hjarta mitt kipp.
Ég vissi, ég fann á mér
að þessi dagur yrði dagurinn að nýju upphafi.
Ég varð ekki söm eftir okkar kynni.
Hugsanir og hlátur flutu um líf okkar.
Líkt og tveir villtir folar í engi lífsins.
Vináttuböndin urðu sterk,
svo sterk að ekkert gat slitið þau.
Kraftaverk var uppgötvað.
Ég og þú myndum magnaðan kraft.
Sá kraftur var kraftaverkið sem breytti mér,
breytti mér til hins betra.

Vinátta hefur sterkan mátt.
Vinátta þín fullkomnar mig og gerir mig heila.
 
Kolbrún Gunnarsdóttir
1989 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu

Chicos y Chicas
Ef bara
Kraftaverkið
Reyndu aftur
Enn og aftur
Annar slæmur dagur
Ástin eins og hún er
Minningar
Söknuður og tár
Haustlauf