Einmana sál í Pétursborg
Hvert liggur leið þín um bæinn í síðri kápu með hatt?
Hvað rekur þig áfram með hrópum og köllum
á ímyndað fólk og farartæki, götuna á enda?
Á leið til myrkrafjalla, á svörtum bomsum.
Hver er það sem fylgir og leiðir þig um,
hulinn öðrum en gleður og kætir þitt geð?
Aldrei til enda ferðinni lýkur, allt er svo dökkt
og fólk víkur úr vegi og leið þín verður bein og greið.
Meðan á ferðinni stendur þú fjasar við allt og alla,
leitar að vængbrotnum fuglum og hlúir þeim að,
brosir til himins og þakkar þá náð sem dagurinn gaf,
misskilin ertu og mannfólkið tilsegir þig.
Undir hönd sinni laganna verðir þig leiða, burt frá öllu
sem gladdi þann dag sem frelsið þér færði.
Við tekur einsemdin, myrkrið og sú svarta veröld
er enginn skilur nema þú og sá sem þér samferða er.
Hvað rekur þig áfram með hrópum og köllum
á ímyndað fólk og farartæki, götuna á enda?
Á leið til myrkrafjalla, á svörtum bomsum.
Hver er það sem fylgir og leiðir þig um,
hulinn öðrum en gleður og kætir þitt geð?
Aldrei til enda ferðinni lýkur, allt er svo dökkt
og fólk víkur úr vegi og leið þín verður bein og greið.
Meðan á ferðinni stendur þú fjasar við allt og alla,
leitar að vængbrotnum fuglum og hlúir þeim að,
brosir til himins og þakkar þá náð sem dagurinn gaf,
misskilin ertu og mannfólkið tilsegir þig.
Undir hönd sinni laganna verðir þig leiða, burt frá öllu
sem gladdi þann dag sem frelsið þér færði.
Við tekur einsemdin, myrkrið og sú svarta veröld
er enginn skilur nema þú og sá sem þér samferða er.