Mynd að vestan
Hátt uppi í fjalli,
í Naustahvilft
hvílir steinn
á skálarbarmi,
margar aldir hafa
meitlað hann.
Birtu slær á húsaþök.
Þar örstutt frá
er steinn, litlu minni,
með bros á vör.
Hróðugur hefur
numið land
á nýjum stað
Birtu slær á allt í kring.
Stór og stæltur
við hlið hins aldna.
Í fjarska er Eyri,
með spekingssvip
og fjörðurinn
með Eyrarfjall.
í Naustahvilft
hvílir steinn
á skálarbarmi,
margar aldir hafa
meitlað hann.
Birtu slær á húsaþök.
Þar örstutt frá
er steinn, litlu minni,
með bros á vör.
Hróðugur hefur
numið land
á nýjum stað
Birtu slær á allt í kring.
Stór og stæltur
við hlið hins aldna.
Í fjarska er Eyri,
með spekingssvip
og fjörðurinn
með Eyrarfjall.