Á Þjóðarbókhlöðunni
Hér ver ég gjarnan góðum tíma,
glaður í bragði lífinu ann.
Og þegar ég ekki er að ríma,
ég opna stundum doðrant þann
sem inniheldur heimsins fræði
er heimspekingar færðu í orð.
Já, hér er ró og hér er næði.
Hér ég sit við einangrað borð.

En að mér steðjar stundum leiði,
þá stend ég upp og fer á kreik.
Ef sólin skín í sinni heiði
ég sæll fer út og bregð á leik.
Annaðhvort ég eitthvert labba
eða skelli mér í sund.
Þar er gott að þvæla og rabba
um þjóðarhag og liðna stund.

En senn er mál að arka aftur
upp á Hlöðu að lesa bók
og finna hvernig fræðakraftur
fangar þar hvern kima og krók.
Það getur stundum tekið tíma
að telja í sig nennu og kjark.
Þegar hér er háð sú glíma
hitinn nálgast bræðslumark.

Fyrr en varir að lokun líður
þá læðast menn í burtu strax.
Og enginn er sá sem ekki bíður
í ofvæni næsta Hlöðudags.
Hér tækifæri gullin gefast
hér glímt er hart við lestrarpuð.
Enginn þarf um það að efast,
að á Þjóðarbókhlöðunni er stuð.  
Steindór Dan
1987 - ...
apr '08


Ljóð eftir Steindór Dan

Ástarljóð
Andi jólanna
Prófaljóð
Á mótum tveggja ára
Á afmælisdegi föður míns
Gömlu skáldin
Vinaminni
Þegar ellin færist yfir
Vinarmissir
Til dýrðlegrar stúlku
Vitleysingarnir
Tíminn læknar öll sár
Við Ölfusfljót
Skáldið sem hætti að yrkja
Rammgerður miðbæjarróni
Símasölumaðurinn
Íslenskir málshættir og orðtök
Þú kveiktir ást í hjarta mér
Níði snúið á íslenskt veður
Á afmælisdegi móður minnar
Ljúfsár ljóð
Eitt sinn var löglegt að drepa
Kind
Tveggja manna tal
Leikfimitími í Menntaskólanum
Sendiför
Sumarferðir
Lampalimra
Bjartasta ljósið
Á Þjóðarbókhlöðunni
Lestur undir próf í heimspeki
Misheppnað ástarkvæði
Atómljóðin
Þjóðaréttur
Jenni ríki
Þór
Vörðurinn
Ástfangið hjarta
Kveðja til Eskifjarðar
Hjólabrettavillingurinn Ólafur
Sumarlok
Árstíðaskipti
Vetrargrýla
Golfheilræði
Martröð
Evrópuréttur
Sumarstúlkan
Noregur vs. Ísland, sept 2008
Í varðhaldi jarðar
Gullbrúðkaup ömmu og afa
Hvers virði?
Best er að blunda á daginn
níþ nÁ
Bráðum
Besta ljóð í heimi
Heilræði
Ástarsonnetta
Atómljóð
Úti frýs
Til hamingju með daginn!
Parið eftir dansnámskeiðið
Náðargáfan
Minning
Til eru hús -
Menntaskólinn í Reykjavík
Michael Jackson