Misheppnað ástarkvæði
Ég ætla nú að láta leiðast
til ljóðs um þig.
Mér finnst ég til þess núna neyðast
en nóg um mig.
Þú ert sæt, með ljósa lokka
en ljótan fót.
Hefur engan yndisþokka,
ekki hót.
Ég sá þig fyrst á förnum vegi
fjandans til.
Ég hugsa um þig á hverjum degi
hér um bil.
Ég elska þig af öllu hjarta
æ, og þó...
Mér logaði ástarbálið bjarta
en bálið dó.
Nú fer ég brátt að fella klæði
og fara í bað.
Mér finnst þetta mikla kvæði
misheppnað.
til ljóðs um þig.
Mér finnst ég til þess núna neyðast
en nóg um mig.
Þú ert sæt, með ljósa lokka
en ljótan fót.
Hefur engan yndisþokka,
ekki hót.
Ég sá þig fyrst á förnum vegi
fjandans til.
Ég hugsa um þig á hverjum degi
hér um bil.
Ég elska þig af öllu hjarta
æ, og þó...
Mér logaði ástarbálið bjarta
en bálið dó.
Nú fer ég brátt að fella klæði
og fara í bað.
Mér finnst þetta mikla kvæði
misheppnað.
apr '08