Próf
Hvíldin er engin,
hamingjan lág,
svitinn mikill.
Fer taugum á.

Veit ekki,
kann ekki,
skil ekki.
Hvað viltu fá?

\"Fór yfir prófið,
fékkst bara tvo\".
Fallinn, aftur,
fór taugum á.

Veit ekki,
kann ekki,
skil ekki.
Hvað viltu fá?

Þriðja skiptið,
lærði nú allt.
Strita og puða,
iðinn ég var.

Veit þetta,
kann þetta,
skil þetta.
Hvað vil ég fá?

Ha! Féll ég aftur?
En ég kunni þetta allt.
\"Skiptir engu máli
þú færð samt fall\".

Veit þetta,
kann þetta,
skil þetta.
En get það enn.

Skipti um skóla,
dúxaði þar.
Kellingarbeyglan,
ekki elti mig.





 
Páll Daníelsson
1984 - ...
Mitt fyrsta "alvöru" ljóð.


Ljóð eftir Pál Daníelsson

Sæla
Próf
Náttúrufræði
Unaður
Kvalir
Ógæfa
Prestar
Ást?
Vatíkanið
Brenglaður veruleiki
Haust