Vonbrigði
appelsínur í rauðum stígvélum sem skella í pollum.
bros og tíu tár sem falla ofurhægt niður á gráa gangstéttina.
ást og hlýja í bland við almennt hatur.

hún skoppast eftir veginum, hóstar smá, heldur svo áfram.
eyrun standa út undan húfunni og brosa í átt að sólu. einsog álfur eða kálfur sem er nýsloppinn út í sumarið.

ákvörðun hefur verið tekin. appelsínurnar skulu étnar upp til agna og tárin sleikt af rjóðum kinnunum. ástin yfirgnæfð af hatri. hún dregin eftir veginum, hóstinn kæfður niður og eyrunum troðið undir húfuna.

hún skal fullorðnast og það strax.

---

eiginmaður óskast ásamt appelsínum til átu.
mynd fylgi með. einkamál.

flugvélar hrapa og fánar eru dregnir í hálfa stöng.
flókið líf, fullt af hatri og grimmd.

engin svör, tómur póstkassi.
 
Guðrún Sóley Sigurðardóttir
1989 - ...
Brot úr bók sem ég er að skrifa, sem fjallar um litla stelpu og sýn hennar á heiminn...


Ljóð eftir Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur

Ást
Dauði prinsessu
Vetur
Hvað sérðu?
Fojj
Vonbrigði
P.S.
Til þín
Sann-leikur
Til eru fræ
17. júní
Lirfa
Gömul sál
Sunnudagsmorgunn
Einsemd
Góður maður
Vandamál
Aníta
Katrín
Þögul tár
Ljósmynd
Barn
Kreppa
Mynd af þér
Ljóð dagsins
Frásögn
Skógur
Ljóð-a
Heimsmynd
Bíómynd
Sjálfið
Draumur
Ráð við ritstíflu