Jenni ríki
Hér orðin eru bundin þétt í bögu
þótt bærilegra sé að tala um ljóð.
Nú ætla ég að segja stutta sögu
af sómamanni nokkrum - hafið hljóð!
Hann er ekki öðrum mönnum líkur
og ofurlítið þver og sérvitur.
En hann er alveg ofboðslega ríkur;
á örugglega meira en Björgólfur.
Hann á marga milljarða af krónum
og margar á hann einkaþoturnar.
Og Hondúras og helminginn af sjónum
og heimskautin og mörgæsirnar þar.
Og Skógarfoss og skrilljón boltapumpur
og skyndibitastaði 57.
Og konungshöll í Kú-úala Lumpur
og kínverja frá 2002.
Og heimsálfur á Satúrnus og Neptún.
og nætúrklúbb í Los Angeles-borg.
og bílasölu og kardemommukauptún
og hvítabjörn og himneskt friðartorg.
Og úðabrúsa og táragas og trégas
og tundurdufl og jólasveinahatt.
Og eiginhandaráritun frá Megas
og engan borgar hann af þessu skatt.
Hann á dýragarð og geimflaug líka
og gulllitaðan limmósínu-Benz.
Flestir karlmenn kalla hann Jenna ríka
en konur tala æ um Ríka-Jens.
Reyndar á hann ekki neina vini
né eiginkonu trygga, nema hvað,
né kærleik neinn og hvorki snót né syni.
En hverjum er ekki alveg sama um það?
þótt bærilegra sé að tala um ljóð.
Nú ætla ég að segja stutta sögu
af sómamanni nokkrum - hafið hljóð!
Hann er ekki öðrum mönnum líkur
og ofurlítið þver og sérvitur.
En hann er alveg ofboðslega ríkur;
á örugglega meira en Björgólfur.
Hann á marga milljarða af krónum
og margar á hann einkaþoturnar.
Og Hondúras og helminginn af sjónum
og heimskautin og mörgæsirnar þar.
Og Skógarfoss og skrilljón boltapumpur
og skyndibitastaði 57.
Og konungshöll í Kú-úala Lumpur
og kínverja frá 2002.
Og heimsálfur á Satúrnus og Neptún.
og nætúrklúbb í Los Angeles-borg.
og bílasölu og kardemommukauptún
og hvítabjörn og himneskt friðartorg.
Og úðabrúsa og táragas og trégas
og tundurdufl og jólasveinahatt.
Og eiginhandaráritun frá Megas
og engan borgar hann af þessu skatt.
Hann á dýragarð og geimflaug líka
og gulllitaðan limmósínu-Benz.
Flestir karlmenn kalla hann Jenna ríka
en konur tala æ um Ríka-Jens.
Reyndar á hann ekki neina vini
né eiginkonu trygga, nema hvað,
né kærleik neinn og hvorki snót né syni.
En hverjum er ekki alveg sama um það?
maí '08
(ath. ort fyrir hrun :)
(ath. ort fyrir hrun :)