Jenni ríki
Hér orðin eru bundin þétt í bögu
þótt bærilegra sé að tala um ljóð.
Nú ætla ég að segja stutta sögu
af sómamanni nokkrum - hafið hljóð!

Hann er ekki öðrum mönnum líkur
og ofurlítið þver og sérvitur.
En hann er alveg ofboðslega ríkur;
á örugglega meira en Björgólfur.

Hann á marga milljarða af krónum
og margar á hann einkaþoturnar.
Og Hondúras og helminginn af sjónum
og heimskautin og mörgæsirnar þar.

Og Skógarfoss og skrilljón boltapumpur
og skyndibitastaði 57.
Og konungshöll í Kú-úala Lumpur
og kínverja frá 2002.

Og heimsálfur á Satúrnus og Neptún.
og nætúrklúbb í Los Angeles-borg.
og bílasölu og kardemommukauptún
og hvítabjörn og himneskt friðartorg.

Og úðabrúsa og táragas og trégas
og tundurdufl og jólasveinahatt.
Og eiginhandaráritun frá Megas
og engan borgar hann af þessu skatt.

Hann á dýragarð og geimflaug líka
og gulllitaðan limmósínu-Benz.
Flestir karlmenn kalla hann Jenna ríka
en konur tala æ um Ríka-Jens.

Reyndar á hann ekki neina vini
né eiginkonu trygga, nema hvað,
né kærleik neinn og hvorki snót né syni.
En hverjum er ekki alveg sama um það?  
Steindór Dan
1987 - ...
maí '08
(ath. ort fyrir hrun :)


Ljóð eftir Steindór Dan

Ástarljóð
Andi jólanna
Prófaljóð
Á mótum tveggja ára
Á afmælisdegi föður míns
Gömlu skáldin
Vinaminni
Þegar ellin færist yfir
Vinarmissir
Til dýrðlegrar stúlku
Vitleysingarnir
Tíminn læknar öll sár
Við Ölfusfljót
Skáldið sem hætti að yrkja
Rammgerður miðbæjarróni
Símasölumaðurinn
Íslenskir málshættir og orðtök
Þú kveiktir ást í hjarta mér
Níði snúið á íslenskt veður
Á afmælisdegi móður minnar
Ljúfsár ljóð
Eitt sinn var löglegt að drepa
Kind
Tveggja manna tal
Leikfimitími í Menntaskólanum
Sendiför
Sumarferðir
Lampalimra
Bjartasta ljósið
Á Þjóðarbókhlöðunni
Lestur undir próf í heimspeki
Misheppnað ástarkvæði
Atómljóðin
Þjóðaréttur
Jenni ríki
Þór
Vörðurinn
Ástfangið hjarta
Kveðja til Eskifjarðar
Hjólabrettavillingurinn Ólafur
Sumarlok
Árstíðaskipti
Vetrargrýla
Golfheilræði
Martröð
Evrópuréttur
Sumarstúlkan
Noregur vs. Ísland, sept 2008
Í varðhaldi jarðar
Gullbrúðkaup ömmu og afa
Hvers virði?
Best er að blunda á daginn
níþ nÁ
Bráðum
Besta ljóð í heimi
Heilræði
Ástarsonnetta
Atómljóð
Úti frýs
Til hamingju með daginn!
Parið eftir dansnámskeiðið
Náðargáfan
Minning
Til eru hús -
Menntaskólinn í Reykjavík
Michael Jackson