Skáldaðu skáldmenni
Skáldaðu nú upp í eyðurnar sem eru að myndast
hjá hljóðlátum vörum, eyður sem engu eira
hlauptu þitt maraþon talandi í símann
með vaxandi líkþorn með sex strengja talanda
og það þarf ekki einhvern sem engan þekkir til að sjá í gegnum þetta bros
sem nær ekki í gegn og ekki hægt að hringja á sjúkrabíl
skáldaðu nú upp í eyðurnar sem skildar voru eftir af þeim bræðrum Kain og Abel
þegar þeir voru að þrífa blómabeðin og við, ég og þú höfum liðið fyrir síðan
eltu fótspor mín sem sjást ekki
á þungbúnum himni, sköpuðum af mér
til að fylgjast með gjörðum þínum Og kona
hleyptu heimdraganum svo ég geti skáldað
upp í eyðurnar sem mér voru færðar í dag á silfurfati
af ólíkum mönnum, flóttamönnum framtíðar
hjartað mitt æpir á hjarta þitt Og kona
æpir skrækir og þagnar síðan
er vinur minn sem eittsinn var
syngur fyrir mig um einmana mann á dánarbeði
ég vildi ég vildi ég vildi
skáldaðu fyrir mig skáldmenni
upp í eyðurnar sem eru að myndast í sprungunum sem eru að lengjast
fylltu uppí með hörðnuðum sjó með þéttri þoku
og spurðu mig svo um dótturina
sem ég á með Guði
og þá þarftu ekki að skálda upp í eyðurnar skáldmennið mitt
því þá skal ég syngja þér söng aftansöng
aftan úr grárri forneskjunni sem ég heyrði hjá einmana manni á dánarbeði
endur fyrir löngu fyrr í dag
slösuðum á óravíddum þreytunnar
á óravíddum þreytunnar
samt sem áður, fylltu upp í eyðurnar sem ná utan um mig faðma mig hvísla að mér
orðum frá aftansöng úr svartri forneskjunni
og þá verður allt slétt og ég fell
að fótum þér og ég skil skil skil.
 
Guðni Már Henningsson
1952 - ...


Ljóð eftir Guðna Má Henningsson

Ófædd andvana
Reikistjarna
Ég leitaði.
Getsemane.
MYNDIR OG MINJAGRIPIR.
Ástarsaga
MANSTU ÞÁ VINDA
Vögguvísa.
Af himnum ofan
Gleym mér ei.
Babylon borg ánauðar
Siggi Sigg.
Úlpuklædd sól
Ég er.....
Komdu fagnandi.
Þar sem jörðin skalf.
Ég veit.
GUNNU LEIÐ.
Ekki meir.
Ég er ekki.
Sögulok
Hér er mitt
Sá ekki til sólar
Blómin á botninum
Kvæði um Guð og menn
Ergo
Allt sem við áttum
Ég á þig
Við getum ekki dansað meir
Mánudagur.
Við héngum saman.
Softly and tenderly ný þýðing.
Sólarsamba # 2
Skáldaðu skáldmenni
Meyr
Seint
Svefnlaus nótt
Í nótt
Gjáin
Þú
Steinninn sem hamast.
.........og svo ertu farin.
Fóstra mín.
Fuglar
Endalokin
Blóm
Steinn
Veður
Bergperlur
Leit
Sagnlaus
Tvíburinn minn.
Ekki minnast á morgundaginn.
Dimmar stundir
Norðanáhlaup
Regn
Í minningu vindsins
Vorvísa
Gærdagur
Presturinn
Í mánaskini
Það er ennþá maí.
Myndir
Fótspor
Perla
Glíma
Hönd í hönd
Esja
Glíma
Regnboginn grætur
Augnablik
Stúlkan mín.
Aladdinn og lampinn
Járnsól
Myndir
Nýr máni
Jónas Hallgrímsson
Litir