DÍS
Malbikið svart
Titrar á hörundi þínu
Hendur mínar
Þreifa í nóttina
Strjúka yfir brjóst þín
Andardráttur þinn
Eins og hvirfibylur
Í sál minni
Leikandi létt
Skauta ég á þig
Niður
Upp
Til hliðar og svo aftur
Og aftur.
Talaðu inní mig
Láttu orðin skera hjarta mitt
Svo þau smjúgi inn
Innar innar
Innst.
Og fari aldrei.

Ég held ég sé hrifinn af þér.
Ást?
veit það ekki enn

Þú ert eins og kona sem hrærir deig
hrærir í sál minni.
hnoðar
tíminn stoppar, bíðum við
Deigið á eftir að hefast
Stingdu mér inn í ofninn,
fylgstu vel með
ég vil ekki láta brenna mig.
 
Abbibabb
1977 - ...


Ljóð eftir Abbibabb

dagbók
Ég vildi vera fugl
Sambúð með tímanum
Rifrildi
Stundum erum við svona
sorg 3
súpan mín er köld
óður til ljóðs
sorg 4
sorg 5
brotakvöl
veruleikrit
Húsaskjól fávitans
Lambakjöt á diskinn minn
Afbrýðisemi
VInnustaður
Gamlar syndir
Djamm útúrdúr
Brúðarlín
Brennandi hjörtu
ljóð án innblásturs
Bergmál skugganna
frá degi til dags
DÍS
fjaðrahamur
Neyddur til að þegja
ég elska að míga