Kvótablús taka tvö
Þegar lýsti af degi hafði vindurinn færst í aukana
svo gaf á bátinn sem kominn var á miðin einskipa
til að draga dár að kvótakerfi fiskifræðinganna

og karlarnir komnir á dekk að stíga krappa ölduna
við skyldur á hafi og við hvinin í spilinu
sem másandi dró bunkuð kraftaverkanetin
af dýrum leigukvótaþorskum
upp af straumhörðum karganum

svo greiddu þeir úr þann gula og bölvuðu í leiðinni
sjávarútvegsráðherranum
fyrir að trúa fiskifræðiruglinu í landkröbbunum

hann ætti að vera hér í dag helvískur og sjá með eigin augum
að það er alveg sama hvar trossunum er hent
allstaðar er fiskur á djúpu sem grunnu
og nánast býður þess að fá að festast í möskvunum

því ætt´ann að afleggja kerfið sem ekkert hefur af sér gefið
annað en einn allsherjar kvótablús og sunginn hefur verið tregablandinn af kvótalausum landsbyggðarmönnum
án þess að ná eyrum laglausra ráðherra í þingsölum
sagði vélstjórinn og blóðgaði sveittur stórþorskana
enda viss´ann sem var að þrátt fyrir mokið þá væri hluturinn lítill

því auðurinn væri þeirra sem seldu og leigðu kvótann
svo væru þeir líka hættir að míga í saltan sjó
en farnir að braska með gróðann á þurru landi

og svo stæði í stjórnarskránni fyrir þann sem lesa vill
að þjóðin já þú og ég ættum fiskinn í sjónum.

 
Janus Hafsteinn Engilbertsson
1942 - ...
Ort á sjómannamáli, með það í huga, að sannleikurinn sé sagna bestur.


Ljóð eftir Janus Hafstein

Á vordögum
Þvílíkur dagur
Haustlauf
Endurkoma
Uppgjör daganna
Eftirmáli
Kvótablús
Skipið
Trú
Gamall vinur
Á sama tíma
Fríða frá
Þagnar ljóð
Eina ástin
á bryggjunni
Nálaraugað
Vetrarsólstöður
Stafalogn
Úreldir
Að lifa
Að fæðast
Þunglyndi
Efinn
Meira en veðurspá
Steinarr í maga úlfsins
Lænur himins
Faðmlag
Að sigla
Jafnvægi
Máttvana
Vorboði
Vinur
Ljóð vegur mig
Kvótablús taka tvö
innistæðulaus orð
Dagatal
Sólarlandasæla
Í kvöld er ég glaður
Undir sænginni
Ísland í dag
Konu eins og þig
Örlög
Raunasaga
Aflaklóin
STAM