Pelagia
Þú berð af
léttfætt í dansinum
heillarðu mig.
Þrá mín heim
hverfur
eins og dögg morgunsins,
eins og geislar sólar
að kveldi.

Við ljóðasöng
ég kveð til þín
söngva,
sem flæða
af vörum mínum
eins og öldur hafsins
eins og niður
við sendna strönd.

Á valdi óttans
við dveljum,
líf okkar mun aldrei
verða það sama aftur.
En innst inni
vitum við bæði
að vonir okkar
og þrár
munu síðar rætast.

Ég ann þér Pelagia,
og í draumum mínum
á ég ekkert annað
en þig,
en þig.
 
Mópeis
1955 - ...


Ljóð eftir Mópeis

Í Leníngrad 1974
Gönguferð (fyrir löngu)
Köld nótt við Pollinn
Allt heimsins vanþakklæti. (Hugleiðing um löngu liðið og farið)
Ungur ég var
Afródíta
Kirkjugarðar í Luxemburg
Jónas frá Hriflu
Einmana sál í Pétursborg
Gömul ljósmynd
Mynd að vestan
Álka
Kannski - ekki?
Á móti honum
Pelagia
Seltjarnarnespassía
Minning úr Álftafirði
Á krossgötum
Undir regnbogafána