Pelagia
Þú berð af
léttfætt í dansinum
heillarðu mig.
Þrá mín heim
hverfur
eins og dögg morgunsins,
eins og geislar sólar
að kveldi.
Við ljóðasöng
ég kveð til þín
söngva,
sem flæða
af vörum mínum
eins og öldur hafsins
eins og niður
við sendna strönd.
Á valdi óttans
við dveljum,
líf okkar mun aldrei
verða það sama aftur.
En innst inni
vitum við bæði
að vonir okkar
og þrár
munu síðar rætast.
Ég ann þér Pelagia,
og í draumum mínum
á ég ekkert annað
en þig,
en þig.
léttfætt í dansinum
heillarðu mig.
Þrá mín heim
hverfur
eins og dögg morgunsins,
eins og geislar sólar
að kveldi.
Við ljóðasöng
ég kveð til þín
söngva,
sem flæða
af vörum mínum
eins og öldur hafsins
eins og niður
við sendna strönd.
Á valdi óttans
við dveljum,
líf okkar mun aldrei
verða það sama aftur.
En innst inni
vitum við bæði
að vonir okkar
og þrár
munu síðar rætast.
Ég ann þér Pelagia,
og í draumum mínum
á ég ekkert annað
en þig,
en þig.