Seltjarnarnespassía
Á Valhúsahæðinni er hætt að krossfesta menn,
í staðinn taka verktakar og fyrirmenni sér far
með Escelate og Suburban
til að horfa yfir svæðið, lítið og lágt,
og girnast byggingar sem hægt er að fjarlægja,
fyrst í huganum svo með prettum.
Svo er spáð og velt fyrir sér hvernig skal
leggja málin fyrir ráðamenn
til að ná sínu fram eins og til er ætlast.
Hálfsannleikur dugar best
þar til allan sannleikann þarf að segja,
þá er örugglega orðið of seint að bakka.
Fyrr en seinna er hægt að snúa deiliskipulaginu
okkur í hag sem ferðumst um svæðið
leitandi að ráðþrota einyrkjum og skuldseigu fólki
sem á varla lengur til hnífs og skeiðar,
otandi að þeim útbólgnum tékkheftum
með ónotuðum erlendum myntkörfulánum.
Bubbi þarf ekki lengur að óttast
að þurfa aftur, aftur, aftur að vinna í Ísbirninum
því hann er farinn (og Bubbi líka),
Iðunn, Marbakki og fleiri sömu leið.
Í staðinn rísa blokkir, helst átta hæða
en þeir fá loks að hafa þær fimm.
Þriggja herbergja íbúðir eru verðlagðar
til almúgans á hundrað milljónir,
svo eru ráðamenn undrandi á því
hvers vegna fækkar í skólum.
Góðhjartaðir velgjörðarmenn
eru hraktir burt með sitt (að eigin sögn)
því hugdettum þeirra er hafnað (að eigin sögn).
En þeir góðhjörtuðu gleyma því
að þar lifa ekki lengur fáir sem hugsa smátt.
Skyldi bæjarstjóranum ekki leiðast að láta krossfesta sig
aftur og aftur?
í staðinn taka verktakar og fyrirmenni sér far
með Escelate og Suburban
til að horfa yfir svæðið, lítið og lágt,
og girnast byggingar sem hægt er að fjarlægja,
fyrst í huganum svo með prettum.
Svo er spáð og velt fyrir sér hvernig skal
leggja málin fyrir ráðamenn
til að ná sínu fram eins og til er ætlast.
Hálfsannleikur dugar best
þar til allan sannleikann þarf að segja,
þá er örugglega orðið of seint að bakka.
Fyrr en seinna er hægt að snúa deiliskipulaginu
okkur í hag sem ferðumst um svæðið
leitandi að ráðþrota einyrkjum og skuldseigu fólki
sem á varla lengur til hnífs og skeiðar,
otandi að þeim útbólgnum tékkheftum
með ónotuðum erlendum myntkörfulánum.
Bubbi þarf ekki lengur að óttast
að þurfa aftur, aftur, aftur að vinna í Ísbirninum
því hann er farinn (og Bubbi líka),
Iðunn, Marbakki og fleiri sömu leið.
Í staðinn rísa blokkir, helst átta hæða
en þeir fá loks að hafa þær fimm.
Þriggja herbergja íbúðir eru verðlagðar
til almúgans á hundrað milljónir,
svo eru ráðamenn undrandi á því
hvers vegna fækkar í skólum.
Góðhjartaðir velgjörðarmenn
eru hraktir burt með sitt (að eigin sögn)
því hugdettum þeirra er hafnað (að eigin sögn).
En þeir góðhjörtuðu gleyma því
að þar lifa ekki lengur fáir sem hugsa smátt.
Skyldi bæjarstjóranum ekki leiðast að láta krossfesta sig
aftur og aftur?