Meyr
Ég hef ýmislegt að sýna þér ef þú átt mínútu aflögu
og er ég þá ekki að tala um nakinn líkama
eða hershöfðingja ælandi út úr sér orðum skömmum
og fyrirskipunum, ég gæti sagt þér frá og sýnt þér þá sem
hafa verið í bandinu hans Leonards Cohen,
ég gæti gefið þér blóm sem ætluð voru Hitler
þú sem aldrei hefur reynt að búa ein
þú sem aldrei getur gleymt
þú sem ert með fólk í örmum þér
viltu sjá alla útsýnisturnana mína
viltu sjá alla þá blessun sem í boði er
eða viltu sjá gröf móður þinnar
ef ég rata þangað enn
þúsundir smámynda af stórmennum hef ég í handraðanum
ef þú átt mínútu aflögu
ég úti að aka
ég með öllum Hansenum veraldar
ég að rífa í mig sjálfstæðið
og jafnvel mynd af okkur á lægsta punkti veraldar
ég get gefið þér mínútu af mínum tíma
því ég hef verið ótrúr
og ég hef logið
og ég hef betlað og grátbeðið og drukkið með keisurum
dansað með fuglum og séð menn fljúga
réttu út hönd þína og gríptu augnablikið nei gríptu eina mínútu
sjáðu betlarann með rauða krossinn á enninu
og biddu mig svo um meira
á meðan ég er svona meyr
einn í nóttinni
að reyna að vera frjáls.
 
Guðni Már Henningsson
1952 - ...


Ljóð eftir Guðna Má Henningsson

Ófædd andvana
Reikistjarna
Ég leitaði.
Getsemane.
MYNDIR OG MINJAGRIPIR.
Ástarsaga
MANSTU ÞÁ VINDA
Vögguvísa.
Af himnum ofan
Gleym mér ei.
Babylon borg ánauðar
Siggi Sigg.
Úlpuklædd sól
Ég er.....
Komdu fagnandi.
Þar sem jörðin skalf.
Ég veit.
GUNNU LEIÐ.
Ekki meir.
Ég er ekki.
Sögulok
Hér er mitt
Sá ekki til sólar
Blómin á botninum
Kvæði um Guð og menn
Ergo
Allt sem við áttum
Ég á þig
Við getum ekki dansað meir
Mánudagur.
Við héngum saman.
Softly and tenderly ný þýðing.
Sólarsamba # 2
Skáldaðu skáldmenni
Meyr
Seint
Svefnlaus nótt
Í nótt
Gjáin
Þú
Steinninn sem hamast.
.........og svo ertu farin.
Fóstra mín.
Fuglar
Endalokin
Blóm
Steinn
Veður
Bergperlur
Leit
Sagnlaus
Tvíburinn minn.
Ekki minnast á morgundaginn.
Dimmar stundir
Norðanáhlaup
Regn
Í minningu vindsins
Vorvísa
Gærdagur
Presturinn
Í mánaskini
Það er ennþá maí.
Myndir
Fótspor
Perla
Glíma
Hönd í hönd
Esja
Glíma
Regnboginn grætur
Augnablik
Stúlkan mín.
Aladdinn og lampinn
Járnsól
Myndir
Nýr máni
Jónas Hallgrímsson
Litir