Svefnlaus nótt
Einsog um haustið þegar ég varð sautján
og himininn var í seilingarfjarlægð og gatan virtist endalaus
myrkur og ljós voru ekki andstæður
frekar en byrjun og endir
þannig er nú hádagur um miðja nótt
og draumar koma án fyrirvara
lífið er ekki í neinum tengslum við dauða
því framundan er ljós og myrkur
andlitin eru ekki lengur sviplaus og konan með klettabeltið
er orðin að stúlku á ný
barinn hefur opnað aftur og þangað inn fá aðeins
meðlimir að koma
vertu mér svo samferða
til heimalandsins á ný þú sem varst og verður til
og ekki til
síðan vöknum við
af svefnlausum nóttum
og himininn var í seilingarfjarlægð og gatan virtist endalaus
myrkur og ljós voru ekki andstæður
frekar en byrjun og endir
þannig er nú hádagur um miðja nótt
og draumar koma án fyrirvara
lífið er ekki í neinum tengslum við dauða
því framundan er ljós og myrkur
andlitin eru ekki lengur sviplaus og konan með klettabeltið
er orðin að stúlku á ný
barinn hefur opnað aftur og þangað inn fá aðeins
meðlimir að koma
vertu mér svo samferða
til heimalandsins á ný þú sem varst og verður til
og ekki til
síðan vöknum við
af svefnlausum nóttum