Gömul sál
stendur við búðarborðið
lítil og ljóshærð
með eitt tígó og biður um sígó

afgreiðsludaman hlær og sýgur upp í nefið
spyr hversu gömul hún sé

fjögurra ára svarar sú stutta
eftir dálitla þögn

afgreiðsludaman ræskir sig
hún er kvefuð
neitar henni um sígó og segir bless

ég er gömul sál
gólar sú stutta
afgreiðsludaman snýst á hæli

fjögurra ára
stendur við vegg
lítil og ljóshærð
með eitt tígó og sígó
 
Guðrún Sóley Sigurðardóttir
1989 - ...
21. júní


Ljóð eftir Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur

Ást
Dauði prinsessu
Vetur
Hvað sérðu?
Fojj
Vonbrigði
P.S.
Til þín
Sann-leikur
Til eru fræ
17. júní
Lirfa
Gömul sál
Sunnudagsmorgunn
Einsemd
Góður maður
Vandamál
Aníta
Katrín
Þögul tár
Ljósmynd
Barn
Kreppa
Mynd af þér
Ljóð dagsins
Frásögn
Skógur
Ljóð-a
Heimsmynd
Bíómynd
Sjálfið
Draumur
Ráð við ritstíflu