Kveðja til Eskifjarðar
Nú tengjast hlekkjum traustar ættarkeðjur.
Nú tendrast Jensen-ljósin hreinræktuð.
Ég sendi austur allra bestu kveðjur
og óska þess að þar sé hörkustuð.
Í kvöld mun glæðast fjör á Eskifirði
og fólk mun dansa og syngja um næturbil.
Því fjölskyldunni fátt er meira virði
en fjörðurinn sem hún sig rekur til.
Þarna eru Jónas lögga og Jórunn
og Jenni frændi, er stjórnar öllu hér.
og Kristinn Þór og Opa og amma Þórunn.
Allir munu saman skemmta sér.
Ég sérstaklega sendi kveðju mömmu
og syng til allra lífsins gleðilag.
Og hamingjunnar óskir sendi ömmu
því amma mín, hún fæddist þennan dag.
Nú tendrast Jensen-ljósin hreinræktuð.
Ég sendi austur allra bestu kveðjur
og óska þess að þar sé hörkustuð.
Í kvöld mun glæðast fjör á Eskifirði
og fólk mun dansa og syngja um næturbil.
Því fjölskyldunni fátt er meira virði
en fjörðurinn sem hún sig rekur til.
Þarna eru Jónas lögga og Jórunn
og Jenni frændi, er stjórnar öllu hér.
og Kristinn Þór og Opa og amma Þórunn.
Allir munu saman skemmta sér.
Ég sérstaklega sendi kveðju mömmu
og syng til allra lífsins gleðilag.
Og hamingjunnar óskir sendi ömmu
því amma mín, hún fæddist þennan dag.
júní '08