fjaðrahamur
Ég skarta fjöðrum fögrum
Fyrir aftan mig
Fleiri en mig grunar
af hef slitið fyrir þig

þó þær virðist horfnar nú
þá í sporum liggja enn
spor sem falin eru öll
fyrir aftan aðra menn

nú er stélið orðið rýrt
fáir litir eftir hér
von sem bærist brjósti í
segir; þær vaxa aftur, trúðu mér

sólin sest við hafsins rönd
og í vindi blaktir strá
stend við fjöruborðið einn
hugsa´að veröldin sé grá.

Svartar sólir, blóðrauð ský
Mála myndir huga í
máðar línur, eitrað blý
Fangar hjarta mitt á ný

Að eiga skilið svarta sál
Trúi ég að sé ei satt
Engin skilið eitthvað á
Við lifum öll jafn hratt

Hver er guð og hver er ég
Hver og hvað er falleg sál
Hvað er svart og hvað er hvítt
Hvar og hvernig logar bál

Skynja veröldina valta
Vegur og dregur menn
Fyrir dóm. við dæmum aðra
og okkur sjálf í senn

Stíg út úr sjálfum mér
Aldrei óttast meir
Sver að lífið skal hér með
Vera við, ekki ég og þeir

Lína dreginn, liggur við
Ystu sjónarrönd
horfi ekki lengur þangað
heldur lengra, á önnur lönd

svíf sem fuglinn frjáls
og stélið glóir sólinni´í
ég er jafningi við aðra menn
ég er maður, frjáls á ný
 
Abbibabb
1977 - ...


Ljóð eftir Abbibabb

dagbók
Ég vildi vera fugl
Sambúð með tímanum
Rifrildi
Stundum erum við svona
sorg 3
súpan mín er köld
óður til ljóðs
sorg 4
sorg 5
brotakvöl
veruleikrit
Húsaskjól fávitans
Lambakjöt á diskinn minn
Afbrýðisemi
VInnustaður
Gamlar syndir
Djamm útúrdúr
Brúðarlín
Brennandi hjörtu
ljóð án innblásturs
Bergmál skugganna
frá degi til dags
DÍS
fjaðrahamur
Neyddur til að þegja
ég elska að míga