

Dagurinn stikar stórum
undan örmum raunveruleikans
fer um strætin
og vekur syfjuð andlit
í gluggum húsanna
til umhugsunar
um dagsins önn
þar ganga menn til verka
þungaðir af striti daganna
og bitnir af tímans tönn
og bíða rökkursins
sem breytir degi í nótt
amstri í væran svefn
þar hvílist morgundagurinn
og bíður endurtekningar.
undan örmum raunveruleikans
fer um strætin
og vekur syfjuð andlit
í gluggum húsanna
til umhugsunar
um dagsins önn
þar ganga menn til verka
þungaðir af striti daganna
og bitnir af tímans tönn
og bíða rökkursins
sem breytir degi í nótt
amstri í væran svefn
þar hvílist morgundagurinn
og bíður endurtekningar.