Bart Simpson og Örninn sem lærði að fljúga
Augljóslega var það ekki satt. Það sem húsráðandinn hafði sagt særði Örn mjög mikið en engu að síður þá dróg það hann ekki niður, þvert á móti þá kippti það hann upp. Hann leit á úrið en svarið var ekki að finna þar. Hann gekk áfram. Hverfisgatan er löng og falleg. Hann sofnaði á jörðinni á plássinu á milli Kling og Bang og fornbókabúðarinnar, en það pláss átti eftir að verða. Örn dreymdi um að hann væri Bart Simpson. En hann var samt ekki Bart Simpson heldur Bart Simpson var hann, þ.e.a.s. líkami hans var í teiknimyndaheiminum en var það eina sem ekki var teiknað. Pabbi hans var Homer og mamma hans var Marge. En Örn var ekki prakkari heldur var hann góður drengur sem stundaði námið sitt af ákafa eins og systir hans hún Lisa. Örn var klæddur í dökkbláum stuttbuxum og ljósbláum bol, hann var ekki klæddur í rauðum bol því hann var í raun ekki Bart Simpson heldur var hann meira eins og Bart Simpson sem maður sér á bol í ódýrum eftirlíkingum á útimarkaði á Spáni. Á meðan Örn dreymdi þennan sérstaka draum þá var hinn alvöru Bart Simpson stattur í því sem við á undarlegan hátt köllum raunveruleikann. Sem hin eina manneskja í þessum raunverulega heimi sem er teiknaður þá gekk Bart inn í hárgreiðslustofuna á móti plássinu á milli Kling og Bang og fornbókabúðarinnar og hélt listasýningu sem snérist eingöngu um hann, og var það auðvelt fyrir hann þar sem hann var hálffrægur. Á sama tíma voru þættirnir um Simpson fjölskylduna að floppa.