Maðurinn sem talaði með augunum
Maðurinn sem talaði með augunum laug. Maðurinn sem talaði með augunum var með óhemju líkur manninum sem heyrði með eyrunum. Maðurinn sem talaði með augunum þorði ekki að opna munninn. Hræddur við orð annarra, hann þorði ekki að tala. Tjáði sig með hreyfingum en aldrei hljóðum. Dó á hnjánum þorði ekki að standa. Hrekkjusvín. Valdi augu í staðinn fyrir orð. Japan í stað Kína. Kung fu í stað Karate. Yatsi í stað Bingó. Allt á röngum tíma. Maðurinn sem talaði með augunum gerði fangelsi úr öllu, breytti víni í vatn. Elti fólk sem snéri bak í sig, maðurinn sem talaði með augunum grét á meðan enginn sá. Einu orð augna hans sem einhverju máli skipti.