Sumarlok
Leikur um mig blessuð sumarblíðan,
bætir mig og alla mína líðan,
kætir mig með kærleiksgeislum sínum,
keikur ver í sólu dögum mínum.
Dreymir gullnar, gæfuríkar stundir.
Gumar bregða á leik um þessar mundir.
Sumars straumur streymir hafs í róti,
streymir eftir tímans öldufljóti.
en...
Síðan kemur kaldur vetur aftur,
kuldaljóð sín þylur hann, sá raftur.
Skuldadagur runninn, blessuð bjarta
blíðan hverfur mér þá skjótt úr hjarta.
bætir mig og alla mína líðan,
kætir mig með kærleiksgeislum sínum,
keikur ver í sólu dögum mínum.
Dreymir gullnar, gæfuríkar stundir.
Gumar bregða á leik um þessar mundir.
Sumars straumur streymir hafs í róti,
streymir eftir tímans öldufljóti.
en...
Síðan kemur kaldur vetur aftur,
kuldaljóð sín þylur hann, sá raftur.
Skuldadagur runninn, blessuð bjarta
blíðan hverfur mér þá skjótt úr hjarta.
ágúst '08