Draumur


Daga og nætur mig dreymir
mig dreymir þá stöðugt um þig
mér finnst að þú hvílir við hlið mér
með handlegginn utan um mig
þú brosir og blíðlega strýkur
burtu hvert sorgartár
þú leggur að brjósti mér lófann
og læknar mitt hjartasár.


En þegar til vitundar vakna
veit ég þú ert ekki hér
tíminn svo lengi að líða
því lífsklukkan gengur með þér
hvert augnablik verður að árum
hver einasta mínúta öld
hver tilfinning verður að tárum
af trega mín sála er köld.


 
Rúna
1960 - ...


Ljóð eftir Rúnu

Lífsganga
Til hans.
Lífssýn
Stormur
Stökur
Að kveldi dags.
Ást í draumi
Erfiljóð
Í nætureldingunni
Ástarljóð til elskunnar minnar.
Draumur
Á vonarvöl