Stökur
Vísna þinna vígabrand
verður þungt að beygja,
orðagnóttin alveg strand
ekkert til að segja.

Streyma hjá mín bernskubrek
brimrót heljar gnauðar,
úr mér kraftur þorrið þrek,
þrár og vonir dauðar.

Senn mun enda orðalist
andans kraftur dvínar,
nú hefur skáldið málið misst
mitt í hendur þínar.

Ég hími og tímans trega veg
töpuð æskugleði.
Valt er salt þá vega ég
á visku minni og geði.


 
Rúna
1960 - ...


Ljóð eftir Rúnu

Lífsganga
Til hans.
Lífssýn
Stormur
Stökur
Að kveldi dags.
Ást í draumi
Erfiljóð
Í nætureldingunni
Ástarljóð til elskunnar minnar.
Draumur
Á vonarvöl