Erfiljóð
Þú ert ljós í myrkri minnar sálar
minningarnar ylja á sorgarstund.
Er þræddi eg ljósi byrgðar brautir hálar
birti upp þín hlýja og góða lund.

Þú gafst mér von í veður lífsins dróma,
vinur, sem að aldrei gleymist mér,
með nálægð þinni hvunndag léstu ljóma
lífið varð mér sælla nærri þér.

Þú verður hér í draumi dags og nætur
ef dreyra þakin hugur kvelur mig,
ef sorgir á mig herja og hjartað grætur
huggunin, er minningin um þig.

Ég kveð þig nú með djúpan harm í hjarta.
Þú hefur lagt af stað þín síðstu spor.
Til himnaföður liggur leið þín bjarta,
liðnar þrautir, aftur komið vor.  
Rúna
1960 - ...
Kveðja til föður míns.


Ljóð eftir Rúnu

Lífsganga
Til hans.
Lífssýn
Stormur
Stökur
Að kveldi dags.
Ást í draumi
Erfiljóð
Í nætureldingunni
Ástarljóð til elskunnar minnar.
Draumur
Á vonarvöl